Innistæður tryggar !!!

Þessi frétt fær mann til að hugsa um hvað sé í raun í gangi í "nýju" bönkunum. Yfirfærsla á innistæðum SPRON yfir til Nýja Kaupþings vekur upp spurningar um hvort að rétt sé staðið að þessum síðari notkun neyðarlaga. Kannski hefði SPRON bara átt að fara í þrot eins og önnur fyrirtæki sem lenda í alvarlegum kröggum, þá hefði kannski MP banki tekið þrotabúið í heild sinni og endurvakið SPRON á raunverulegan hátt. Nei... MP banki tekur núna aðeins hagstæðasta bitann og skilur ríkið eftir með skuldirnar og illseljanlegu eignirnar.

Margeir Pétursson segir „Við vonumst til þess að þetta gangi nú allt eftir, en hins vegar áttuðum við okkur ekki á því að staða Nýja Kaupþings væri svona erfið,“. Erfið ?? er sem sagt verið að segja að bankarnir geti ekki greitt út innistæður fólks ef það þarf á því að halda, eða hvað. ALLAR INNISTÆÐUR ERU TRYGGAR eru skilaboð sem minnihluta stjórnin gefur frá sér í tíma og ótíma. En eru þær það? Hvað gerist ef það verður bankaáhlaup á Kaupþing... fá allir peningana sína eða þurfa þeir að bíða í nokkra mánuði eða ár þar til ríkissjóður getur nurlað saman pening til að setja í Tryggingarsjóð innistæðueigenda og fjárfesta. Ég veit ekki!! Sparisjóður Suður Þingeyinga fer að hljóma betur og betur.

 

Hér er ein góð saga sem "gerðist" í suðurhluta Bandaríkjanna þegar hrunið var að byrja. Tveir menn voru á gangi eftir aðalgötu smábæjar´, þegar þeir komu til móts við eina bankann í bænum þá hringdi GSM sími þess sem á undan var og stoppaði hann til að svara símanum, sá sem á eftir honum kom stoppaði fyrir aftan hann. Aðkomandi vegfarandi sá þetta og hljóp til að koma sér framarlega í "röðina" sem var að myndast í litla bankanum þeirra... og áður en menn áttuðu sig þá var komin löng röð í bankann og allir að taka út allt spariféð áður en bankinn færi á hausinn. Til að gera langa sögu stutta þá varð að loka bankanum klukkutíma síðar og hann var orðin gjaldþrota... Oft þarf ekki meira til.


mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband