Rannsókn á efnahagsbrotum

Ég get ekki lýst hve ánægður ég er að Ísland hafi fengið Evu Joly til liðs við okkur í rannsókn á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins. Eins og kemur fram í hennar fyrstu viðbrögðum þá virðist þetta mál hafa verið á brandarastigi hjá okkur. Kalli almennings um tafalausa rannsókn hefur nú verið svarað og ég legg til að Eva Joly fá óútfyllta ávísun og stýri þessari rannsókn í þann farveg sem þarf til að niðurstaða fáist.

 

Þjóðarsálin er örmagna af því að hafa ekki fengið réttlætiskennd sinni framfylgt. Núna verður vonandi breyting á. En við skulum samt hafa í huga að niðurstaða rannsóknar af þessu tagi kann að verða önnur en almenningur heldur, því það er ekki víst að lög hafi verið brotinn í öllum þeim tilvikum sem komið hafa fram. Því er mikilvægt að rannsóknin sé yfirgripsmikil og nákvæm þannig að allir geti sætt sig við niðurstöðuna á endanum.


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Það er rétt hjá þér, Gylfi, fyrstu mánuðina var rannsókn á efnahagsbrotum á brandarastigi, við höfðum forsætisráðherra í afneitun og seðlabankastjóra sem gaf skít í þjóðina.

Ég vona að þú lendir ekki ofarlega í prófkjörinu, því að þeim mun ofar sem þeir lenda sem hafa drulluna upp á bak , því líklegra er að þjóðin losni við þennan HELVÍTIS FOKKING FLOKK

Alli, 11.3.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband