Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Ég vill benda á Fræðslufund á vegum Foreldrahúss sem verða á haldnir næstu miðvikudaga. Hér er tilkynning þeirra sem ég fékk á www.vimulaus.is

 

Fræðslufundir í Foreldrahúsi


Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska / Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda.  Þar verður foreldrum/ forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.
  Nú þegar fjölskyldur standa frammi fyrir miklum breytingum í lífi og starfi þarf sérstakalega að huga að líðan og velferð barnanna. Þegar vanda ber að höndum er m.a. mikilvægt að þekkja úrræði sem fjölskyldan getur leitað til sér til halds og trausts.     Fræðslufundirnir verða alla miðvikudaga kl. 16.30 – 18.00 í Foreldrahúsi, Borgartúni 6 í Reykjavík.   DAGSKRÁ

1. Fræðsla um áhættuhegðun unglinga (hegðunar og/eða áfengis og vímuefnavandi), samskipti á heimili (reglur, mörk, agi) vanlíðan barna (s.s. þunglyndi, kvíði).

2. Ráðgjöf um möguleg úrræði sem eru í boði (í Foreldrahúsi og/eða önnur úrræði).

3. Umræður - fyrirspurnum svarað undir leiðsögn sálfræðings.

  Leiðbeinandi: Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur

Ókeypis aðgangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband