Kafli 2

Jæja þá er prófkjöri lokið og skemmtileg reynsla að baki. Eins og ég hef sagt þá hef ég ekki verið mikið virkur í flokksstarfi áður en nú verður breyting á. Í gær var ég kosin í varastjórn í Félagi sjálfstæðismanna í Nes og melahverfi og stefni á að leggja mitt af mörkum til að Sjálfstæðisstefnan verði leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar í vor. Á þeim tímum sem við lifum núna er mjög mikilvægt að sjálfstæðismenn standi saman og tryggjum að ekki verði hér vinstri stjórn eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er að fara í gegnum mikið og þarft endurmat og línur lagðar fyrir framtíðina og greinileg kynslóðaskipti að fara fram í flokknum í heild sinni. Ég mun alla vega vinna þrotlaust að því að Sjálfstæðisstefnan nái að verða leiðarvísir okkar í náinni framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband