Samkeppnisforskot?

Þó ekki hafi verið gerðar almennileg rannsókn á samkeppnishæfni jarðvarmaþekkingar á Íslandi má þó ætla að á Íslandi sé gríðarleg þekking á jarðvarmanýtingu sem full ástæða er að nýta og hlúa að.

Mikil vakning er í heiminum um nýtingu jarðvarma og ætla má að ónýttar jarðvarmaauðlindir séu víða í heiminum og þá aðallega í Ameríku, Afríku og miðausturlöndum.

Til að þekking okkar geti nýst til erlendra verkefna í framtíðinni þá þarf þessi þekkingarklasi að hafa sterkan heimamarkað og við höfum mikil tækifæri til frekari  jarðvarmanýtingar, og það þurfa ekki alltaf að fylgja stór álver í kjölfarið... nýting hreinnar orku er tilvalin í hreinan iðnað.

Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að við styðjum skynsamlega nýtingu jarðvarma á Íslandi.


mbl.is Markvisst tafið fyrir jarðvarmaborunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar tími kominn - táknræn þjóðaratkvæðisgreiðsla

Það má segja að í dag sé fyrsta tækifæri íslendinga til mótmæla sem ein þjóð því óréttlæti sem efnahagshrunið hefur valdið almennum borgurum. Íslendingar hafa seint getað kallast róttækir mótmælendur og sést það best á mætingu reglulegra mótmælafunda á Austurvelli,  flestir mótmæla í hljóði og vona að aðrir mæti á almannafæri til standa fyrir rétti okkar allra.

En í dag er einstakt tækifæri fyrir okkur öll. Í dag segjum við NEI og getum ÖLL mótmælt ÖLLU því sem á undan er gengið í þessu hruni. í dag er okkar tími kominn og getum loksins öll mótmælt í leynilegri kosningu... snilld.

Já en, þessi þjóðaratkvæðisgreiðsla fjallar bara um einhver tæknileg atriði í einum þýðingalausum samningi um einhverja ríkisábyrgð á einhverju sem engin skilur og er víst hvort sem er fallin úr gildi... eða er það ekki?

Ó nei, þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fjallar um allt annað. Það sem þjóðin er í raun að fara gera í dag er að segja táknrænt NEI við öllu óréttlætinu sem hrunið hefur haft á almenna borgara landsins.

Sérstaklega erum við að segja NEI við stjórnmálamenn sem hvorki hafa getu, þor eða hughrekki til að leiða okkur út úr þessari kreppu, og þá skiptir einu í hvaða flokki þeir eru.

Okkar tími er kominn og skora ég því alla íslendinga til að mæta á kjörstaði um land allt og segja STÓRT NEI.

SAMEINUÐ STÖNDUM VIÐ... OG NÚ ER OKKAR TÆKIFÆRI.


mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stígum varlega til jarðar

Ég er mikill andstæðingur ólöglegs niðurhals og stunda það alls ekki. En ég get ekki séð að þessi leið sé vænleg til velsæmis.

Mig hryllir við allri hugsun um skipulagt eftirlit stjórnvalda um þegna landsins, það sem er saklaust í dag verður að valdníð á morgun.

Höfum í huga það sem er að gerast í Kína er varðar netnotkun og netaðgang, við viljum ekki feta þann stíg..... ekki einu sinni í nafni höfundaréttar.

Það hljóta að vera aðrar leiðir til að vernda rétt höfunda að verkum sínum.


mbl.is Gagnrýna áform um upplýsingasöfnun um netnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið skelfur

Ég velti fyrir mér hvort að það sé eitthvað satt í sögusögnum að fjármálakerfið í Evrópu riði til falls ef samningar um ICESAVE fari í einhverskonar réttaróvissu, og eða þjóðaratkvæði á Íslandi. Bretar óttast allavega þessa atkvæðagreiðslu og leggja núna hart að Jóhönnu og Steingrími að sýna evrópskan samhug og klára einhverja samninga fyrir helgi.

Að sjálfssögðu vill enginn að fjármálakerfi Evrópu riði til falls, því ætti að að vera deginum ljósara að samninganefnd okkar er með öll spil á hendi og ætti að geta náð fram okkar rétti í þessu máli.

Ég er ekki talsmaður þess að við Íslendingar eigum að greiða skuldir einkafyrirtækja sem fóru illa að ráði sínu, en það er deginum ljósara að það eru eignir Landsbankans erlendis sem eiga að standa straum af þessum ICESAVE reikningum... ekki almenningur á Íslandi. Nú ef þær duga ekki til þá er það sjálfgefið að Evrópusambandið á stíga fram og sjá til þess að kerfið haldi.

 Annars er mér skapi næst að velja þjóðaratkvæðisgreiðslu fram yfir hagsmunum fjármálakerfið í Evrópu, og þá sérstaklega í Bretlandi... þeir eiga ekki neitt annað skilið eftir skelfilega meðferð á "vina" þjóð. Langlundargeð okkar Íslendinga gagnvart Bretum er með ólíkindum og ég persónulega skil ekki að þeir skuli yfirleitt hafa leyfi til að vera með sendiherra ennþá í landinu, allavega ef ég hefði eitthvað með það að gera á þá hefði ég sparkað honum út sama dag og Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og frystu allar eigur Landsbankans (sem eru reyndar enn frystar).

ICESAVE er lönguhætt að snúast um hver skuldar hverjum hvað.. í dag er þetta mál holdgervingur útrásarendaleysunnar sem setti allt á kaldann klaka á Íslandi. Ég trúi ekki að Íslendingar láti þessa ólöglegu eignarupptöku yfir sig ganga, með stökkbreyttum lánum.. erlendum jafnt sem verðtryggðum.

Ég óttast undiröldu samfélagsins og við gætum verið að stefna í mjög róttækar aðgerðir samfélagsins á vormánuðum, þó ekki sé meira sagt.


mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma 19%

Er ekki rétt að Gallup upplýsi hvaða flokk þessi 19% styðja. Ég er alveg handviss um að Gallup hefur þessar upplýsingar þar sem ávalt er spurt í þessum Þjóðarpúls könnunum um hvaða flokk fólk kýs.

Við hin 81% eigum rétt á að vita hvaða flokkslína það er sem vill frekar samþykkja verri samning en er á borðinu í dag. Eða hvort að þetta sé kannski bara fólk sem misskildi spurningu Gallup.


mbl.is 74% gegn Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurkostir

Það er alveg með ólíkindum hve þetta mál ætlar að vera langdregið og leiðinlegt. Tilboð frá nýlenduherrum berst á morgun???? hver bað þá um að senda tilboð??? Geta þessir aðilar og okkar fulltrúar ekki sest niður og samið um þetta andsk... mál.

Það er eins gott að okkar fólk hafni alfarið öllum "tilboðum" ... ólesin.


mbl.is Tilboð berst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennt er máttur

Ánægjuleg tíðindi. Það er mikið og gott starf unnið á þessu sviði á Íslandi og greinilegt að gríðarleg þekking á orkumálum er til staðar á Íslandi.


mbl.is Brautskráning úr RES Orkuskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er okkar !!! Samþykkjum ekki ICESAVE samning

Látum í okkur heyra og sendum þingmönnum tölvupóst. Sýnum hvað í okkur býr og afneitum þessu óréttlæti. Sendið þetta á alla ykkar vini og hvetjið þá til að senda tölvupóst á alla þingmenn. Hér er netfangalisti þingmanna, notið listann til að copy paste í ykkar póstkerfi. Stöndum saman.... Ísland er okkar.

atlig@althingi.is; alfheiduri@althingi.is; arnipall@althingi.is; arnij@althingi.is; arnithor@althingi.is; asbjorno@althingi.is; asmundurd@althingi.is; arj@althingi.is; birgir@althingi.is; birgittaj@althingi.is; birkir@althingi.is; bjarkeyg@althingi.is; bjarniben@althingi.is; bgs@althingi.is; bvg@althingi.is; einarg@althingi.is; eygloha@althingi.is; gudbjarturh@althingi.is; glg@althingi.is; gudlaugurthor@althingi.is; gudmundurst@althingi.is; gunnarbragi@althingi.is; helgih@althingi.is; hoskuldurth@althingi.is; illugig@althingi.is; johanna@althingi.is; jb@althingi.is; jong@althingi.is; jrg@althingi.is; katrinja@althingi.is; katrinj@althingi.is; kristjanj@althingi.is; klm@althingi.is; lrm@althingi.is; liljam@althingi.is; magnusorri@althingi.is; margrett@althingi.is; oddnyh@althingi.is; olinath@althingi.is; olofn@althingi.is; petur@althingi.is; ragna.arnadottir@dkm.stjr.is; ragna.arnadottir@dkm.stjr.is; rea@althingi.is; ragnheidurr@althingi.is; marshall@althingi.is; sdg@althingi.is; ser@althingi.is; sii@althingi.is; sij@althingi.is; siv@althingi.is; skulih@althingi.is; sjs@althingi.is; svo@althingi.is; svandiss@althingi.is; tryggvih@althingi.is; ubk@althingi.is; vbj@althingi.is; vigdish@althingi.is; thkg@althingi.is; thorsaari@althingi.is; tsv@althingi.is; thrainnb@althingi.is; thback@althingi.is; ogmundur@althingi.is; ossur@althingi.is

mbl.is Hækkar um 37 milljarða árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalla heim sendiherra okkar í Bretlandi

Núna er nóg komið. Við eigum að kalla heim sendiherra okkar í mótmælaskyni og krefjast virðingar frá breskum stjórnvöldum. Farið hefur fé betra.
mbl.is Boðar sendiherra á sinn fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innistæður tryggar !!!

Þessi frétt fær mann til að hugsa um hvað sé í raun í gangi í "nýju" bönkunum. Yfirfærsla á innistæðum SPRON yfir til Nýja Kaupþings vekur upp spurningar um hvort að rétt sé staðið að þessum síðari notkun neyðarlaga. Kannski hefði SPRON bara átt að fara í þrot eins og önnur fyrirtæki sem lenda í alvarlegum kröggum, þá hefði kannski MP banki tekið þrotabúið í heild sinni og endurvakið SPRON á raunverulegan hátt. Nei... MP banki tekur núna aðeins hagstæðasta bitann og skilur ríkið eftir með skuldirnar og illseljanlegu eignirnar.

Margeir Pétursson segir „Við vonumst til þess að þetta gangi nú allt eftir, en hins vegar áttuðum við okkur ekki á því að staða Nýja Kaupþings væri svona erfið,“. Erfið ?? er sem sagt verið að segja að bankarnir geti ekki greitt út innistæður fólks ef það þarf á því að halda, eða hvað. ALLAR INNISTÆÐUR ERU TRYGGAR eru skilaboð sem minnihluta stjórnin gefur frá sér í tíma og ótíma. En eru þær það? Hvað gerist ef það verður bankaáhlaup á Kaupþing... fá allir peningana sína eða þurfa þeir að bíða í nokkra mánuði eða ár þar til ríkissjóður getur nurlað saman pening til að setja í Tryggingarsjóð innistæðueigenda og fjárfesta. Ég veit ekki!! Sparisjóður Suður Þingeyinga fer að hljóma betur og betur.

 

Hér er ein góð saga sem "gerðist" í suðurhluta Bandaríkjanna þegar hrunið var að byrja. Tveir menn voru á gangi eftir aðalgötu smábæjar´, þegar þeir komu til móts við eina bankann í bænum þá hringdi GSM sími þess sem á undan var og stoppaði hann til að svara símanum, sá sem á eftir honum kom stoppaði fyrir aftan hann. Aðkomandi vegfarandi sá þetta og hljóp til að koma sér framarlega í "röðina" sem var að myndast í litla bankanum þeirra... og áður en menn áttuðu sig þá var komin löng röð í bankann og allir að taka út allt spariféð áður en bankinn færi á hausinn. Til að gera langa sögu stutta þá varð að loka bankanum klukkutíma síðar og hann var orðin gjaldþrota... Oft þarf ekki meira til.


mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband