2.3.2010 | 20:25
Evrópusambandið skelfur
Ég velti fyrir mér hvort að það sé eitthvað satt í sögusögnum að fjármálakerfið í Evrópu riði til falls ef samningar um ICESAVE fari í einhverskonar réttaróvissu, og eða þjóðaratkvæði á Íslandi. Bretar óttast allavega þessa atkvæðagreiðslu og leggja núna hart að Jóhönnu og Steingrími að sýna evrópskan samhug og klára einhverja samninga fyrir helgi.
Að sjálfssögðu vill enginn að fjármálakerfi Evrópu riði til falls, því ætti að að vera deginum ljósara að samninganefnd okkar er með öll spil á hendi og ætti að geta náð fram okkar rétti í þessu máli.
Ég er ekki talsmaður þess að við Íslendingar eigum að greiða skuldir einkafyrirtækja sem fóru illa að ráði sínu, en það er deginum ljósara að það eru eignir Landsbankans erlendis sem eiga að standa straum af þessum ICESAVE reikningum... ekki almenningur á Íslandi. Nú ef þær duga ekki til þá er það sjálfgefið að Evrópusambandið á stíga fram og sjá til þess að kerfið haldi.
Annars er mér skapi næst að velja þjóðaratkvæðisgreiðslu fram yfir hagsmunum fjármálakerfið í Evrópu, og þá sérstaklega í Bretlandi... þeir eiga ekki neitt annað skilið eftir skelfilega meðferð á "vina" þjóð. Langlundargeð okkar Íslendinga gagnvart Bretum er með ólíkindum og ég persónulega skil ekki að þeir skuli yfirleitt hafa leyfi til að vera með sendiherra ennþá í landinu, allavega ef ég hefði eitthvað með það að gera á þá hefði ég sparkað honum út sama dag og Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og frystu allar eigur Landsbankans (sem eru reyndar enn frystar).
ICESAVE er lönguhætt að snúast um hver skuldar hverjum hvað.. í dag er þetta mál holdgervingur útrásarendaleysunnar sem setti allt á kaldann klaka á Íslandi. Ég trúi ekki að Íslendingar láti þessa ólöglegu eignarupptöku yfir sig ganga, með stökkbreyttum lánum.. erlendum jafnt sem verðtryggðum.
Ég óttast undiröldu samfélagsins og við gætum verið að stefna í mjög róttækar aðgerðir samfélagsins á vormánuðum, þó ekki sé meira sagt.
Ekki formlegir fundir á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki myndi ég sakna þess að ESB riðaði til falls þar eru stundaðar kúganir á þjóðum sem eiga erfitt núna og munu aldrei geta unnið sig upp undir kúgunar veldi ESB.......
Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 20:35
Tek heilshugar undir þín orð!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2010 kl. 21:17
Ekk græti ég þó að seðlabankasvikamyllukerfið riðaði til falls, þetta er útsmogið arðránskerfi og almenningur heimsins aðeins betur settur ef að alþjóðlega bankamafían yrði sett á bak við lás og slá þar sem hún á heima með öðrum glæpamönnum. Hvað á að koma í staðinn? Peningkerfi með alvöru peningum með raunveruleg verðmæti á bak við sig, ekki loft.
Ron Paul veit hvað þarf að gera, vandamálin í grunnin þau sömu hjá Bandaríkjunum og restinni af heimsbyggðinni...sjá viðtal við kauða hér; http://www.youtube.com/watch?v=hWGs26QQBEw
Georg P Sveinbjörnsson, 2.3.2010 kl. 21:41
Nei, látum fjármálakerfi Evrópu bara hrynja. Þeir voru jú svo vondir við okkur. EVrópa kemur okkur ekkert við. Nema þegar við viljum skreppa til Köben. Og senda krakkana í háskólanám. Og selja fiskinn okkar. Hugsum bara um okkur. Og ætlumst samt til að alþjóðasamfélagið rétti okkur hjálprahönd næst þegar fjármálakerfið springur í loft. Því við erum svo lítil.
Skeggi Skaftason, 2.3.2010 kl. 23:50
Það er ekki af eiginhagsmunaástæðum sem ég vill að fólkið geri uppreisn gegn þessu gerspillta seðlabankakerfi heimsins og varpi því á öskuhauga sögunnar í eitt skipti fyrir öll þar sem það á heima, verandi sú arðránssvikamylla sem það svo sannarlega er, heldur vegna komandi kynslóða, fyndist aumt að ætla komandi kynslóðum að taka hinn óhjákvæmilega slag við mergsuguna, það er miðstýrða bankanetið og glæpagengið á bak við það.
“The issue which has swept down the centuries and which will have to be fought sooner or later is The People vs. The Banks.” - Lord Acton
Josiah Charles Stamp var annar ríkasti maður Englands á sínum tíma og einnig bankastjóri Englandsbanka um hríð, hann viss því vel hvað hann að segja 1920 í óformlegri ræðu í Texas, óvenju heiðarleg og hreinskilin þó af manni í hans stöðu:
"Banking was conceived in iniquity and was born in sin. The bankers own the earth. Take it away from them, but leave them the power to create money, and with the flick of the pen they will create enough deposits to buy it back again. However, take it away from them, and all the great fortunes like mine will disappear and they ought to disappear, for this would be a happier and better world to live in. But, if you wish to remain the slaves of bankers and pay the cost of your own slavery, let them continue to create money ."
En svo er líka hægt að sætta sig við gervifrelsi þar sem þú getur valið um bláan eða rauðan og stöku brauðmola af borðum "mikilmenna".
Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2010 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.