6.3.2010 | 07:01
Okkar tími kominn - táknræn þjóðaratkvæðisgreiðsla
Það má segja að í dag sé fyrsta tækifæri íslendinga til mótmæla sem ein þjóð því óréttlæti sem efnahagshrunið hefur valdið almennum borgurum. Íslendingar hafa seint getað kallast róttækir mótmælendur og sést það best á mætingu reglulegra mótmælafunda á Austurvelli, flestir mótmæla í hljóði og vona að aðrir mæti á almannafæri til standa fyrir rétti okkar allra.
En í dag er einstakt tækifæri fyrir okkur öll. Í dag segjum við NEI og getum ÖLL mótmælt ÖLLU því sem á undan er gengið í þessu hruni. í dag er okkar tími kominn og getum loksins öll mótmælt í leynilegri kosningu... snilld.
Já en, þessi þjóðaratkvæðisgreiðsla fjallar bara um einhver tæknileg atriði í einum þýðingalausum samningi um einhverja ríkisábyrgð á einhverju sem engin skilur og er víst hvort sem er fallin úr gildi... eða er það ekki?
Ó nei, þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fjallar um allt annað. Það sem þjóðin er í raun að fara gera í dag er að segja táknrænt NEI við öllu óréttlætinu sem hrunið hefur haft á almenna borgara landsins.
Sérstaklega erum við að segja NEI við stjórnmálamenn sem hvorki hafa getu, þor eða hughrekki til að leiða okkur út úr þessari kreppu, og þá skiptir einu í hvaða flokki þeir eru.
Okkar tími er kominn og skora ég því alla íslendinga til að mæta á kjörstaði um land allt og segja STÓRT NEI.
SAMEINUÐ STÖNDUM VIÐ... OG NÚ ER OKKAR TÆKIFÆRI.
Atkvæði greidd um Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Carl Jóhann Granz, 6.3.2010 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.