20.3.2010 | 07:53
Samkeppnisforskot?
Þó ekki hafi verið gerðar almennileg rannsókn á samkeppnishæfni jarðvarmaþekkingar á Íslandi má þó ætla að á Íslandi sé gríðarleg þekking á jarðvarmanýtingu sem full ástæða er að nýta og hlúa að.
Mikil vakning er í heiminum um nýtingu jarðvarma og ætla má að ónýttar jarðvarmaauðlindir séu víða í heiminum og þá aðallega í Ameríku, Afríku og miðausturlöndum.
Til að þekking okkar geti nýst til erlendra verkefna í framtíðinni þá þarf þessi þekkingarklasi að hafa sterkan heimamarkað og við höfum mikil tækifæri til frekari jarðvarmanýtingar, og það þurfa ekki alltaf að fylgja stór álver í kjölfarið... nýting hreinnar orku er tilvalin í hreinan iðnað.
Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að við styðjum skynsamlega nýtingu jarðvarma á Íslandi.
Markvisst tafið fyrir jarðvarmaborunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.