8.3.2009 | 10:35
Styðjum foreldra í uppeldi og forvörnum
Fréttir um sí aukin innbrot, aukna glæpatíðni, slagsmál ungmenna, fjölgun í vímuefnameðferð og hækkun á verði fíkniefna er eitthvað sem við ættum að hafa áhyggjur af. Það er vel þekkt að þegar kreppir af verður sundrung og óregla meiri í þjóðfélaginu. Áfengisdrykkja eykst, glæpir aukast og kostnaður ríkisins við geð- og heilbrigðismál aukast einnig.
- Við verðum að hlúa að barnafjölskyldum og passa að börn verði ekki úti í kuldanum á þessum erfiðu tímum. Það að börn fái ekki mat í skólum landsins eða geti ekki tekið virkan þátt í tómstundum eða líði illa inná heimili sínu sökum fjárhagsörðuleika foreldra er óásættanlegt.
- Við verðum að leggja hart að því að komandi kynslóð alist ekki upp við öryggisleysi, sundrung og neikvæðni.
- Það er kominn tími til að styðja við fjölskyldur. Rétta foreldrum hjálparhönd við að ala upp komandi þegna þessa lands.
- Þó forvörn skuli fara fram í menntakerfi landsins þá sýna rannsóknir að forvörn sem börn og unglingar fá frá heimilum sínum í sínu daglega lífi sé sú allra mikilvægasta.
- Við þurfum að virkja foreldra í forvarnarhlutverki sínu,við erum fyrirmynd barna okkar, þau læra það sem fyrir þeim er haft.
- Iðulega er talað um unglingavandamál en ég held að við ættum að líta nær okkur og tala frekar um foreldravandamál. Styðjum foreldra til jákvæðs og skilvirks uppeldis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.