Rannsókn bankahruns

Í þættinum Silfur Egils í gær var mjög áhugavert viðtal við Evu Joly fyrrum yfirrannsóknardómara í Frakklandi.

 

Það hefur verið talað um seinagang í rannsókn bankahrunsins og að stjórnvöld og Alþingi séu að draga lappirnar í þeim efnum. Almenningur hefur sagt nákvæmlega þetta frá degi eitt að það eigi tafarlaust að hefja lögreglurannsókn og við höfum ekki þurft erlenda sérfræðinga til að segja okkur það. En það virðist að stjórnmálamenn séu bara ekki að hlusta á þjóðina og séu í raun orðnir svo samsoðnir þessu öllu að þeir skynja ekki hve alvarlegt málið er. Eins er með ólíkindum að ríkistjórnir eftir hrun geti ekki komið upplýsingum til þjóðarinnar, þó að það sé endalaust verið að segja okkur að það hafi verið ábótavant og nú eigi að bæta úr því. Kannski er komin visst sinnuleysi í atvinnuþingmenn okkar og að þeir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því hvað almenningur er að segja og kalla eftir.

 

Íslendingar standa frammi fyrir sögulegu tækifæri til að byggja upp betra samfélag sem byggir á réttlæti og góðu siðferði. En til þess verðum við að hefja allsherjar rannsókn á bankahruninu og þeirri óreiðu sem þar virðist hafa viðgengist og nota til þess allar mögulegar aðferðir og kalla til helstu sérfræðinga á borð við Evu Joly.


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Við skulum vona að þeir hlusti á þessa konu

Guðrún Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband