6.3.2009 | 12:52
Forvarnir og uppeldi barna okkar
Það er alltaf skelfilegt að heyra af átökum af þessu tagi. Mikil harka er komin í þessi átök og maður óttast að einhver slasist alvarlega áður en um langt um líður.
En hvað veldur þessu? Ég hef mínar skoðanir á því og eitt af því varðar fræðslu og uppeldi sem við foreldrar gefum börnum okkar.
Börnin okkar eru þau mikilvægustu í lífi okkar. Okkur ber skilda að annast þau, sýna þeim umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag og þörfum barnanna. Okkur er þó ekki öllum í blóði borið að vita eða kunna hvað gott uppeldi ber með sér.
Í nútíma samfélagi dvelja börn okkar oft löngum stundum í leikskóla, skóla eða annarskonar dagvistun. Við foreldrar megum þó ekki leggja þunga miðju uppeldisins á hendur þeirra aðila sem þarna vinna, við þurfum að standa okkur í okkar hlutverki.
Í dag er enginn sem gerir kröfu á foreldra um að viðhafa markvissa uppeldisstefnu, hvað þá að hafa þekkingu á slíkum stefnum. Lítið er um námskeið fyrir foreldra er áhuga hafa á að kynna sér þessi málefni. Hlutverk uppalenda er 100% starf sem enginn hefur kennt okkur, og eina viðmiðið er okkar eigið uppeldi. Hver metur það hvort okkar eigið uppeldi, sem við yfirfærum á okkar börn, sé það besta fyrir börnin? Það að þurfa að leita oft til læknis gerir okkur ekki að útlærðum lækni og því segir það sé sjálft að leiðbeiningar um gott uppeldi er nauðsynlegt og skilar sér margfalt út í samfélagið.
Ég hef oft sagt það til gamans að hér í Reykjavík er gerð krafa um að hundaeigandi sæki uppeldisnámskeið (hlýðninámskeið) með hundi sínum, ella þarf hann að greiða mun hærra verð fyrir hundaleyfið. Já það borgar sig að læra að aga hundinn en hvað með börnin?
Að lokum langar mig að benda á að ég heyrði frá einni stelpu í sem er í 10 bekk og í gær voru felldir niður 3 tímar hjá henni vegna veikinda kennara, en skólinn hefur ekki víst ekki fjármagn til að ráða forfallakennara! Hvert fara þessir unglingar á meðan þeir eru í "fríi" í tíma? Boðar ekki gott.
Átök milli ungmenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 11:52
En ekki hvað?
Ákvæði um opinber hlutafélög þurfa að vera skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 17:40
Já stóru málin bíða
Það er skelfilegt að eftir byltinguna sem kennd er við búsáhöld og ný minnihlutastjórn vinstri flokka tók til starfa þá bíða enn mál sem skipta höfuðmáli fyrir þjóðina sem er að blæða út.
"Breytingar á lögum um aðför, gjaldþrotaskipti og nauðungarsölu eru óafgreiddar. Sömuleiðis lög um greiðsluaðlögun, útgreiðslu séreignarsparnaðar, niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, stjórnarskipunarlög, lög um stjórnlagaþing og afnám laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara bíða enn samþykktar Alþingis".
Það sem hefur verið samþykkt fjallaði um rekstur fráveitna og gatnagerðargjöld!! Það er gott að minnihlutastjórnin er með forgangsröðun á hreinu.
Stóru málin bíða í þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 11:29
Já þetta kostar
Ég geri mér fulla grein fyrir því að slík niðurfærsla kostar mikið. En það yrði fróðlegt að reikna út hvað það myndi kosta ef hér yrði 30% atvinnuleysi (atvinnuleysisbætur og stóraukin útgjöld heilbrigðis- og menntakerfis), 50% af fjölskyldum í landinu missa heimili og verða gjaldþrota (Afskriftir skulda hjá ríkisbönkum og félagslegt kerfi myndi springa) og 60% af fyrirtækjum verða gjaldþrota (Afskriftir ríkisbanka og atvinnuleysi).
En ef við stillum bara ÖLL lán miðað við 1. janúar 2008, og færum vanskil aftan við lánin? og þá ættu flestir að geta staðið við afborganir. Sá hópur sem ekki gæti staðið við það yrði lítill og meðfærilegur fyrir ríkið með sértækum aðgerðum.
Okkar grundvallarverkefni er að koma einstaklingum aftur í þá aðstöðu að geta hjálpað sér sjálfir, á þann hátt náum við að komast út úr þessum hremmingum. Við erum nú einu sinni Íslendingar og ef einstaklinga fá tækifæri til að hjálpa sér sjálfir þá fer þetta aftur í gang, fyrr en við höldum
20% niðurfærsla 1.200 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)