Já stóru málin bíða

Það er skelfilegt að eftir byltinguna sem kennd er við búsáhöld og ný minnihlutastjórn vinstri flokka tók til starfa þá bíða enn mál sem skipta höfuðmáli fyrir þjóðina sem er að blæða út. 

"Breytingar á lögum um aðför, gjaldþrotaskipti og nauðungarsölu eru óafgreiddar. Sömuleiðis lög um greiðsluaðlögun, útgreiðslu séreignarsparnaðar, niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, stjórnarskipunarlög, lög um stjórnlagaþing og afnám laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara bíða enn samþykktar Alþingis".

Það sem hefur verið samþykkt fjallaði um rekstur fráveitna og gatnagerðargjöld!! Það er gott að minnihlutastjórnin er með forgangsröðun á hreinu.


mbl.is Stóru málin bíða í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski á að byrja á botni "forgangs"raðarinnar og vinna sig upp listann?

Þú þarft e.t.v. að læra hugsa eins og flugfreyja (sem er jú þrátt fyrir allt formleg þjálfun forsætisráðherra á vinnumarkaði): Byrja á því létta og skemmtilega - að bjóða farþega velkomna í flugið - og enda á því erfiða - að taka til eftir flugið. 

Geir Ágústsson, 3.3.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband