5.3.2009 | 11:52
En ekki hvað?
Það er mjög mikilvægt að meðferð og sala á eignum ríkisbankana verði gegnsæ og að jafnræðisregla sé í virt í hvívetna. Það er samt raunveruleg hætta á að ef vinstri flokkar komast til valda að loknum kosningum að þá verði þessi fjölmörgu fyrirtæki sem eru í vanda og lenda í þessum eignarhaldsfélögum ríkisbankanna að þau dagi uppi þar. Fyrirtæki á samkeppnismarkaði eiga og verða að vera í eigu einstaklinga til að geta blómstrað á ný. En öllum er ljóst að ríkisbönkum ber að hámarka virði þessara fyrirtækja og tryggja að þau komist ekki í hendur sömu auðmanna sem misnotuðu svo frelsi okkar til athafna með hörmulegum afleiðingum fyrir alla landsmenn. Sýnum skynsemi og endurreisum atvinnulífið með traust, virðingu og gott siðferði að leiðarljósi.
![]() |
Ákvæði um opinber hlutafélög þurfa að vera skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.