Forvarnir og uppeldi barna okkar

Það er alltaf skelfilegt að heyra af átökum af þessu tagi. Mikil harka er komin í þessi átök og maður óttast að einhver slasist alvarlega áður en um langt um líður.

En hvað veldur þessu? Ég hef mínar skoðanir á því og eitt af því varðar fræðslu og uppeldi sem við foreldrar gefum börnum okkar.

Börnin okkar eru þau mikilvægustu í lífi okkar. Okkur ber skilda að annast þau, sýna þeim umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag og þörfum barnanna. Okkur er þó ekki öllum í blóði borið að vita eða kunna hvað gott uppeldi ber með sér.

  

Í nútíma samfélagi dvelja börn okkar oft löngum stundum í leikskóla, skóla eða annarskonar dagvistun. Við foreldrar megum þó ekki leggja þunga miðju uppeldisins á hendur þeirra aðila sem þarna vinna, við þurfum að standa okkur í okkar hlutverki.

Í dag er enginn sem gerir kröfu á foreldra um að viðhafa markvissa uppeldisstefnu, hvað þá að hafa þekkingu á slíkum stefnum. Lítið er um námskeið fyrir foreldra er áhuga hafa á að kynna sér þessi málefni. Hlutverk uppalenda er 100% starf sem enginn hefur kennt okkur, og eina viðmiðið er okkar  eigið uppeldi. Hver metur það hvort okkar eigið uppeldi, sem við yfirfærum á okkar börn, sé það besta fyrir börnin? Það að þurfa að leita oft til læknis gerir okkur ekki að útlærðum lækni og því segir það sé sjálft að leiðbeiningar um gott uppeldi er nauðsynlegt og skilar sér margfalt út í samfélagið.

  

Ég hef oft sagt það til gamans að hér í Reykjavík er gerð krafa um að hundaeigandi sæki “uppeldisnámskeið” (hlýðninámskeið) með hundi sínum, ella þarf hann að greiða mun hærra verð fyrir hundaleyfið. Já það borgar sig að læra að aga hundinn en hvað með börnin?

Að lokum langar mig að benda á að ég heyrði frá einni stelpu í sem er í 10 bekk og í gær voru felldir niður 3 tímar hjá henni vegna veikinda kennara, en skólinn hefur ekki víst ekki fjármagn til að ráða forfallakennara! Hvert fara þessir unglingar á meðan þeir eru í "fríi" í tíma? Boðar ekki gott.


mbl.is Átök milli ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Gylfi. Það ætti að vera meira um forvarnir og fræðslu til foreldra um uppeldismál...það er ekki hægt að ætlast til þess að allir viti hvernig best sé að bregðast við öllum þeim aðstæðum sem upp koma í uppeldinu og hinu daglega lífi. Ég tel að það mundi hjálpa mörgum fjölskyldum ef fólk fengi góða fræðslu um þessi mál....þá kannski helst um agamál.

Maria (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband